/

Föstudagur 13. september

Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur

14:00 Barna og unglingarímnatónleikar - aðgangur ókeypis

Þar mun Kvæðabarnafjelag Laufásborgar koma fram og kveða, einnig Tríó Zimsen og Rósa Jóhannesdóttir og Helgi Zimsen en þau munu flytja Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn.

15.30 Setningarathöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur

staðsetning : Fríkirkjan

19:30 Tónleikar - Miða 4.900 kr.

Bjarni Karlsson, Chris Foster and Gadus Morhua Ensemble

Bjarni Karlsson er þrítugur tónlistarmaður frá Akureyri, menntaður píanisti og með B.A. gráðu í Skapandi tónlistarmiðlun. Hin ýmsu hljóðfæri eru honum þó kunnug, gítar, mandólín, langspil og fleiri. Þjóðlagatónlist hefur verið í forgrunni seinustu ár. Seinustu misseri hefur hann unnið að nýsmíði laga í íslenskum þjóðlagatónlistar-stíl, og munu þau heyrast í bland við gömul þjóðlög með örlitlum snúningi á.

Chris Foster - (söngvari, gítar- og langspilsleikari) hefur verið lýst sem einum af fremstu söngvurum og gítarleikurum á sviði enskrar þjóðlagatónlistar. Hið virta þjóðlagatímarit fRoots telur hann með þeim goðsögnum sem leiddu aðra bylgju vakningar þjóðlagatónlistar í Bretlandi á 7. áratugnum. Chris færði hin gömlu ensku þjóðlög til nútímans með frumlegum gítarútsetningum og söng. 

Síðastliðin 40 ár hefur Chris komið fram og tekið upp í Bretlandi, Evrópu og Norður-Ameríku. Síðasta plata hans ‘Hadelin’ frá árinu 2018 var tilnefnd til ensku BBC þjóðlagatónlistarverðlaunanna.  

Chris hefur verið búsettur á Íslandi síðan 2004 þar sem hann starfar, bæði sem sólólistamaður og sem partur af dúettinum Funa ásamt eiginkonu sinni Báru Grímsdóttur. Tónleikarnir í Fríkirkjunni eru fyrstu tónleikar Chris í fullri lengd síðan í heimsfaraldrinum.

Skoðaðu tónlist Chris á: https://chrisfoster1.bandcamp.com      www.chrisfoster-iceland.com

Gadus Morhua Ensemble - stefnumót íslenskrar baðstofu og evrópskrar hirðmenningar. Hvernig tónlist hefði orðið til ef evrópskur aristókrati með selló á ferðalagi um Ísland fyrir tvö hundruð árum, hefði komið í íslenska baðstofu og hitt þar bónda með langspil? 

Gadus Morhua Ensemble er skipað þeim Eyjólfi Eyjólfssyni söngvara og langspilsleikara, Steinunni Stefánsdóttur barokksellóleikara og kvæðakonu og Björk Níelsdóttur söng- og tónlistarkonu.

Gadus Morhua er hið latneska nafn atlantshafsþorsksins og skírskotar til hinnar þvermenningarlegu nálgunar tríóins sem og takmarkalausrar lögsögu tónlistarinnar. Tríóið sem leikur íslensk og erlend þjóðlög í eigin útsetningum, er sterkt dæmi um hina lifandi íslensku þjóðlagahefð og það hvernig hver kynslóð nálgast efniviðinn á sinn einstaka hátt. 

Gadus Morhua gáfu út plötuna ‘Peysur og Parruk’ árið 2020 og er hún aðgengileg á streymisveitum. Hér má hlýða á tríóið í lifandi flutningi:

https://www.youtube.com/watch?v=f1p-VKHp8SM https://www.youtube.com/watch?v=c_1IqP22P94

Staðsetning: Ægir bar

22.00 Samspil - allir velkomin

Laugardagur 14. september

Staðsetning: IÐNÓ

Vinnustofur

11.00 - 12.30 Rímnakveðskapur fyrir byrjendur: Bára Grímsdóttir

13.30 - 15.00  Folk Dance-floor Survival 101. :Barnaby Walters and Lauge Dideriksen

15.30 - 17.00  Leiðarvísir til að spila á langspil: Chris Foster.

Miða 1.900 kr.

19:00 Kvöldvaka - Matar og dansveisla

  • Food by Valkyrjan Bistro & Bar 

  • Skemmtiatriði undir borðhaldi

  • Hlutavelta

  • Danstónlistarmenn: Lauge Dideriksen & Barnaby Walters 

Miða 9.900 kr.

Sunnudagur 15. September

Dagur rímnalagsins

Staðsetning: EDDA, Arngrímsgata 5, 107 Reykjavík

14:00 Málþing - Rímur á öllum tímum

Þessi viðburður fer fram á íslensku

Aðgangur ókeypis

Kvæðamannafélagið Iðunn í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Málstofustjóri : Kristinn H. M. Schram

Dagskrá:

Þorsteinn Björnsson: Mansöngvar í rímum fyrir 1600

Eva María Jónsdóttir: Rímur detta úr tísku

Margrét Eggertsdóttir: „Kæt þig maður og kvinnan fín með kvæða skvaldri“

Katelin M. Parsons: Vitum við nóg um rímur á 20. öld?

Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Nýjar rímur

17:00 Tónleikar - Nýjar rímur

Aðgangur ókeypis

Fluttir verða glænýir rímnaflokkar

Umferðin í Reykjavík - höf. Sigrún Haraldsdóttir, Ingimar Halldórsson kveður.

Rímum af Láka jarðálfi (brot) - höf. Bjarki Karlsson, Bára Grímsdóttir kveður.

Rímur af kvíaflóttanum mikla - höf. Gunnar J. Straumland, Gunnar J. Straumland kveður.

Forsetakosningar - höf. Sigurlín Hermannsdóttir, Ásta Sigríður Arnardóttir kveður.