Fréttablaðið
Fréttabréf Vökufélagsins
Vökufélagið newsletter
Janúar 2025
English below
Heil og sæl,
Nóg hefur verið um að vera hjá nýstofnuðu Vökufélagi undanfarin misseri og við þökkum fyrir samveruna og samfylgdina á árinu sem leið.
Vökufélagið var formlega stofnað í júní 2024 en undirbúningur hófst hálfu ári áður, eða í janúar 2024. Á þessu ári hefur félagið áorka miklu og erum við ánægð og þakklát fyrir þann meðbyr og áhuga sem við höfum fundið fyrir, en félagið var stofnað til að stuðla að virku samtali og samstarfi milli einstaklinga, félaga og stofnanna á sviði þjóðlistamenningar á Íslandi.
Þann 2. júní stóðum við fyrir yfirtöku í Iðnó sem hluta dagskrár Listahátíðar Reykjavíkur og buðum gestum og gangandi að upplifa það besta úr íslenskri alþýðulistamenningu. Við stóðum fyrir málþingi og fjölbreyttum námskeiðum. Við héldum tónleika fyrir fullu húsi auk þess að bjóða til dansleikjar þar sem gömlu dansarnir, söngdansar og margt fleira leit dagsins ljós.
Hápunktur ársins var svo Vaka þjóðlistahátíð sem haldin var dagana 13.-15. september. Úrvalslistafólk kom að hátíðinni en gestir nutu tónleika og þjóðlagasamspils, námskeiða í kveðskap og þjóðdönsum, matarveislu, danskvölds og málþings um rímur. Við erum þakklát öllum þeim sem fögnuðu hátíðinni með okkur og erum þegar farin að skipuleggja þá næstu sem verður haldin 15. - 21. september.
Það stefnir í að það verði ekki minna um að vera á þessu ári hjá Vökufélaginu. Félagsmenn okkar og samstarfsaðilar standa einnig fyrir fjölbreyttum viðburðum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Laugardaginn 25. janúar býður Vökufélagið til kvöldvöku í sal Þjóðdansafélags Reykjavíkur að Álfabakka 14a, 109 Reykjavík (Mjódd). Húsið opnar klukkan 18:30 og dagskrá hefst kl 19 þar sem boðið verður upp á stuttar kynningar á starfsemi Vöku, söng og dans, ásamt léttum veitingum. Allir velkomnir og velkomið að taka með hljóðfæri eða handavinnuna.
Við vonumst til að sjá ykkur 25. janúar og hlökkum til að njóta fjölbreyttra þjóðlista með þér næstu mánuði.
Með kærri kveðju frá stjórn Vökufélagsins,
Alexandra Kjeld, formaður - Chris Foster, gjaldkeri - Bjarni Karlsson, ritari
Meðstjórnendur:
Atli Freyr Hjaltason, Gabe Dunsmith, Ragnheiður Gröndal,
Ragnheiður Elísabet, Jacob Beat Altmann
English
Happy New Year,
Here comes the first Vökufélagið newsletter of 2025.
A lot has happened in the last year, and we’d like to thank all the people who helped to make the year a success.
Vökufélagið was founded on the 14th of January 2024 and officially registered as a non-profit association on the 13th of June. The association was established to promote active dialogue and collaboration among individuals, associations, and institutions in the field of folk arts in Iceland. In our first year we have truly accomplished a great deal.
On June 2nd, we took over Iðnó during the Reykjavík Arts Festival and invited people to experience the best of Icelandic folk arts culture. We organised a seminar, a dance workshop, a course in langspil playing, dance accompaniment, and a traditional kvæði performance. We held a concert to a full house, had a session and hosted a dance ball in the evening, sung ballads, and much more.
The highlight of the year was the Vaka Folk Arts Festival (Vöku þjóðlistahátíð) on September 13th-15th. Performers from 3 years to 80 years old participated in the festival, and guests enjoyed concerts, sessions, workshops in traditional singing and dancing, a feast, a dance ball, and a seminar on traditional rímur. We are grateful to all who celebrated the festival with us and we look forward to the next one, which will be held from 15th - 21st September, which coincides with European Folk Day, organised by the European Folk Network.
Plenty happened in 2024, and it looks like 2025 will be just as eventful - if not more so. We and our friends and colleagues in other folk arts organisations will host a variety of events during the year, offering something for everyone. Please follow us on social media and help us to grow a thriving folk arts community here.
With best wishes for the coming year from Vökufélagið,
Alexandra Kjeld, Chairperson - Chris Foster, treasurer - Bjarni Karlsson, secretary
Co-directors:
Atli Freyr Hjaltason, Gabe Dunsmith, Ragnheiður Gröndal,
Ragnheiður Elísabet, Jacob Beat Altmann